fös 13. janúar 2017 15:57
Magnús Már Einarsson
Garðar Jó í KR (Staðfest)
Garðar í leik með KR sumarið 2006.  Hann er nú mættur aftur í Vesturbæinn.
Garðar í leik með KR sumarið 2006. Hann er nú mættur aftur í Vesturbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Framherjinn reyndi Garðar Jóhannsson hefur gengið til liðs við KR en hann fékk leikheimild með liðinu í dag.

Garðar hætti hjá Fylki eftir síðasta tímabil og gekk til liðs við KFG í 3. deildinni. Hann hefur hins vegar nú gengið í raðir KR.

Hinn 36 ára gamli Garðar hóf æfingar með KR í vikunni en hann þekkir til í Vesturbænum eftir að hafa leikið með KR-ingum frá 2003 til 2006. Willum Þór Þórsson þjálfaði KR 2003 og 2004 líkt og núna.

,.Ég þekki Garðar mjög vel eftir að hafa þjálfað hann. Hann stóð sig vel í fyrrasumar og hann á nóg eftir," sagði Willum við Fótbolta.net í dag en hann þjálfaði Garðar einnig hjá Val á sínum tíma.

Danski framherjinn Jeppe Hansen fór í Keflavík í haust og óvíst er hvort landar hans Morten Beck Andersen og Denis Fazlagic verði áfram í KR. Því hefur Willum ákveðið að fá Garðar til að styrkja fremstu víglínu.

Garðar kom heim úr atvinnumennsku árið 2011 þegar hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna. Á síðasta tímabili skoraði Garðar fjögur mörk í 19 leikjum í Pepsi-deildinni með Fylki en hann var valinn bestur á lokahófi félagsins eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner