Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 17:20
Magnús Már Einarsson
Gary Martin skoraði fyrir Lokeren í dag
Arnar Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari Lokeren og Gary Martin.
Arnar Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari Lokeren og Gary Martin.
Mynd: Kristján Bernburg
Gary Martin, framherji Víkings R., skoraði fyrsta mark Lokeren í 5-2 sigri liðsins á skoska liðinu Patrick Thistle í æfingaleik á La Manga á Spáni í dag.

Gary spilaði fyrri hálfleikinn í leiknum.

Enski framherjinn hefur æft með Lokeren á Spáni undanfarna daga en í síðustu viku komust Víkingur og belgíska félagið að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum.

Ólafs Garðarssonar, umboðsmaður Gary, sagði við Fótbolta.net í dag að samningaviðræður leikmannsins séu komnar langt á veg.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lokeren, þekkir Gary vel en hann fékk enska framherjann til KR á sínum tíma. Í sumar fékk Rúnar síðan Gary til norska félagsins Lilleström á láni.

Íslensku landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spila með Lokeren en liðið er í 10. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni. Deildin hefst aftur um næstu helgi eftir stutt frí.
Athugasemdir
banner
banner
banner