Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2017 09:49
Magnús Már Einarsson
Hannes ekki með í úrslitaleiknum gegn Síle
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Síle í úrslitum á æfingamóti í Kína á sunnudagsmorgun.

Ástæðan er sú að Hannes fékk högg á hné í sigurleiknum á móti Kína fyrr í vikunni.

Hannes hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins síðustu daga og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, var ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram.

Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru hinir markverðirnir í hópnum og annar þeirra byrjar leikinn gegn Síle, líklegast Ögmundur.

Leikurinn við Síle hefst klukkan 7:35 á sunnudagsmorgun.
Athugasemdir
banner
banner