Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Hughes vongóður um að næla í Berahino
Berahino á æfingu.
Berahino á æfingu.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Stoke, segist vongóður um að krækja í Saido Berahino frá West Brom núna í janúarglugganum.

Stoke gerði tilboð í þennan 23 ára leikmann síðasta sumar.

Hann hefur hafnað þremur samingstilboðum frá West Brom og hefur ekki spilað fyrir aðallið félagsins síðan 10. september.

Berahino var sendur í þjálfunarbúðir í Frakklandi til að hjálpa honum að létta sig og koma sér í almennilegt stand.

„Við höfum áhuga á að fá hann, það sama gildir um fleiri félög. Ég er vongóður um að þetta gangi í gegn hjá okkur," segir Hughes en samningur Berahino við West Brom rennur út í lok tímabils.

West Brom er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Stoke situr í því ellefta.
Athugasemdir
banner