fös 13. janúar 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Jordi Cruyff: Við höfum trú á Viðari
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordi Cruyff, yfirmaður knattspyrnumála hjá Maccabi Tel Aviv, er tímabundið þjálfari liðsins þessa dagana eftir að Shota Arveladze var rekinn.

Cruyff segir að menn hjá Maccabi hafi trú á Viðari og að hann þurfi tíma til að aðlagast leikstíl liðsins.

Viðar kom til Maccabi frá Malmö undir lok síðasta sumars. Í gær sögðu fjölmiðlar í Ísrael að hann væri á förum frá Maccabi þar sem forráðamenn félagsins væru ekki ánægðir með hann. Viðar blés á þetta í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöldi og Cruyff segir að hjá Maccabi hafi menn trú á framherjanum.

„Hann er leikmaður sem við höfum trú á. Sumir leikmenn þurfa tíma til að aðlagast og hinir leikmennirnir verða að skilja það," sagði Cruyff.

„Við vissum ekki hvernig átti að mata Orlando Sa þegar hann spilaði frammi hjá okkur en í dag er hann markahæstur í Belgíu."

„Viðar hefur alltaf skorað mörk þar sem hann hefur spilað og hann er kominn með tíu mörk hjá okkur í öllum keppnum."

Sjá einnig:
Viðar seldur frá Maccabi?
Viðar ekki á förum: „Fjölmiðlar að reyna að búa til frétt"
Athugasemdir
banner
banner