Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2017 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Karítas og Eva Lind framlengja við Selfoss
Við undirskriftina í gær.
Við undirskriftina í gær.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Karitas Tómasdóttir og Eva Lind Elíasdóttir framlengt samninga sína við Selfoss og munu þær leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Þær eru báðar 21 árs gamlar og hafa verið í stóru hlutverki hjá Selfyssingum undanfarin ár.

Eva og Karítas fóru báðar til Bandaríkjanna síðasta sumar, Eva í Kansas og Karítas í Texas.

Karítas er miðjumaður sem á 75 leiki með Selfossi á meðan Eva er sóknarmaður sem hefur leikið 114 leiki.

„Við erum mjög ánægð með að Karitas og Eva Lind verði með okkur áfram. Þó að þær verði ekki á landinu allt keppnistímabilið þá munu þær styrkja okkur mikið þann tíma sem þær verða með okkur og koma með mikil gæði og reynslu inn í leikmannahópinn,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.
Athugasemdir
banner
banner
banner