Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 19:00
Magnús Már Einarsson
Klopp um markaþurrð: Sendingarnar þurfa að vera hraðari
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur mistekist að skora í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Southampton og Plymouth. Jurgen Klopp, stjóri liðsins, var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag.

„Sendingarnar okkar þurfa að vera hraðari. Þær þurfa að koma fyrr og allt það," sagði Klopp spurður út í markaþurrðina.

„Það er staðan. Í einum leik náðum við ekki að skapa mörg færi," sagði Klopp og vísaði þar í leikinn gegn Southampton þar sem hann stillti upp sterkasta mögulega liði.

„Við vitum að við þurfum að skapa fleiri færi en fyrir leikinn gegn United hugsa ég ekki mikið um færi og yfirburði. Við þurfum að hugsa um aðra hluti."

Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mætast á Old Trafford klukkan 16:00 á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner