Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. janúar 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Sigurólason ráðinn aðstoðarþjálfari Magna (Staðfest)
Kristján Sigurólason.
Kristján Sigurólason.
Mynd: Magni Grenivík
Kristján Sigurólason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Magna Grenivíkur fyrir komandi átök í 2. deild karla.

Krisján spilaði með Magna síðasta sumar og lék hann 15 leiki í deild og bikar með liðinu. Hann kom til greina í úrvalslið 2. deildar.

Nú mun hann taka að sér nýtt starf hjá Magna, hann mun aðstoða Pál Viðar Gíslason við þjálfun liðsins.

Þá mun hann einnig spila með liðinu, líkt og hann gerði síðasta sumar.

Páll Viðar tók við Magna eftir tímabilið, en þeir ætla sér stóra hluti á næsta tímabili.

Síðastliðið sumar endaði Magni í fimmta sæti 2. deildar karla.

Auk þess að leika með Magna hefur Kristján spilað með Þór Akureyri og Dalvík/Reynir á leikmannaferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner