Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Tilboðið í Memphis alls ekki ásættanlegt
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon hefur mikinn áhuga á að fá Memphis Depay, kantmann Manchester United, í sínar raðir.

Bruno Genesio, þjálfari Lyon, staðfesti í dag að Depay sé efstur á óskalista félagsins í janúar. Lyon gerði tilboð í Depay á dögunum en Manchester United hafnaði því.

„Tilboðið var langt frá því að vera ásættanlegt fyrir okkur," sagði Mourinho.

„Hann er okkar leikmaður. Ef ekkert gerist þá er hann einn auka leikmaður fyrir okkur."

Depay kom til Manchester United frá PSV Eindhoven á 31 milljón punda árið 2015. Depay hefur ekki verið ofarlega á blaði hjá Mourinho en hann hefur einungis spilað átta leiki á tímabilinu
Athugasemdir
banner