Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Moyes brjálaður út í Lens - „Skammarleg vanvirðing"
Jermain Lens.
Jermain Lens.
Mynd: Twitter
David Moyes, stjóri Sunderland, er alls ekki sáttur með viðhorf kantmannsins Jermain Lens. Hann segir að Lens hafi sýnt "skammarlega vanvirðingu" með ummælum sem hann lét falla á dögunum.

Hinn 29 ára gamli Lens er í augnablikinu á láni hjá tyrkneska liðinu Fenerbache og líkur eru á því að Fenerbache muni kaupa leikmanninn þegar þessu tímabili er lokið.

Lens fór í tyrkneska fjölmiðla og sagði þar að ef Sunderland myndi falla úr ensku úrvalsdeildinni þá yrði það auðveldara fyrir sig að skipa um lið, en þessi ummæli vöktu ekki upp mikla gleði hjá Moyes.

„Þetta er skammarleg vanvirðing við félagið sem þú ert samningsbundinn við. Þú myndir hata það ef einhver sem væri tengdur félaginu þínu myndi segja svona," sagði Moyes við blaðamenn í gær.

„Fólk hugsaði kannski þegar hann fór, 'Hvað ertu að gera, að losa þig við hann?' Ég veit ekki hvort einhver myndi vilja fá hann aftur eftir þetta. Ef ummælin eru rétt, þá held ég að það sé ekki að fara að gerast."
Athugasemdir
banner