Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 13. janúar 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Oumar Niasse og Evandro til Hull (Staðfest)
Mættir í fallbaráttuna.
Mættir í fallbaráttuna.
Mynd: Hull
Marco Silva, nýráðinn stjóri Hull City, hefur náð í liðsstyrk fyrir fallbaráttuna sem er framundan í ensku úrvalsdeildinni.

Silva hefur keypt miðjumanninn Evandro frá Porto og fengið framherjann Oumar Niasse á láni frá Everton.

Silva var þjálfari Estoril í Portúgal þegar hinn þrítugi Evandro spilaði með liðinu á sínum tíma.

Oumar kom til Everton frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda fyrir einu ári síðan.

Oumar hefur verið í frystikistunni hjá Everton hann hefur varla komið við sögu hjá liðinu á einu ári. Í október greindi hinn 26 ára gamli Oumar frá því að hann væri ekki einu sinni lengur með fataskáp á æfingasvæði Everton líkt og aðrir leikmenn liðsins.

Hull fékk ekki bara góðar fréttir í dag því að í ljós hefur komið að Markus Henriksen, miðjumaður liðsins, verður frá keppni í allt að þrjá mánuði eftir að hafa meiðst á öxl gegn Manchester United í vikunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner