Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 13. janúar 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
RB Leipzig fær leikmann sem var á óskalista Barcelona
Dayot Upamecano er gríðarlega efnilegur miðvörður.
Dayot Upamecano er gríðarlega efnilegur miðvörður.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið RB Leipzig hefur tilkynnt um kaup á miðverðinum efnilega Dayot Upamecano, en hann kemur til liðsins frá Red Bull Salzburg.

Upamecano, sem er á 18 ára gamall, skrifaði undir fjögurra- og hálfs árs samning, en kaupverðið er talið vera í kringum 10 milljónir evra.

„Við erum í skýjunum með að Dayot hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og taka næsta skref á ferlinum, þrátt fyrir tilboð frá mörgum af stærstu liðum heims," sagði Ralf Rangnick, íþróttastjóri Leipzig, eftir að kaupin voru tilkynnt.

Upamecano var eftirsóttur, en hann hefur að undanförnu verið orðaður við stórliðin Barcelona, Man Utd, Arsenal, Bayern München og Juventus.

Það sem er væntanlega stór þáttur í því að hann fer til RB Leizpig er það að er í Red Bull, rétt eins og Red Bull Salzburg, félagið sem Upamecano kemur frá. Níu leikmenn hafa færst milli félagana tveggja á síðustu árum, þar á meðal Naby Keita sem hefur verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar á tímabilinu.



Athugasemdir
banner