Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. janúar 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Rekinn frá Barcelona vegna ummæla um Messi
Messi er í guðatölu hjá Barcelona.
Messi er í guðatölu hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spænsku risarnir í Barcelona hafa rekið Pere Gratacos úr starfi sínu eftir ummæli sem hann lét falla um ofurstjörnuna Lionel Messi.

Gratacos, sem starfaði við samskiptamál, lét ummælin falla þegar búið var að draga í 8-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar í dag.

„Leo er einn mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu, en þetta snýst ekki bara um hann," sagði Gratacos.

„Hann væri ekki jafngóður ef hann væri ekki með (Andres) Iniesta, Neymar og hina, en Messi er bestur."

Þetta eru nú örugglega ekki ummæli sem munu særa Messi, en þrátt fyrir það ákvað Barcelona að bregðast við þessu.

Gratacos var vikið úr starfi sínu, en hann mun þó væntanlega starfa eitthvað áfram hjá félaginu, þó í minna hlutverki en áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner