fös 13. janúar 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara og Bentína í Grindavík að nýju (Staðfest)
Við undirskrift.
Við undirskrift.
Mynd: Knattspyrnudeild Grindavíkur
Grindvíkingarnir Bentína Frímannsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir skrifuðu undir eins árs samning við kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur nú á dögunum.

Þær munu taka slaginn með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili, en báðar eru þær fyrrum leikmenn liðsins.

„Það er mikið gleðilefni að þessar reynslumiklu stúlkur ætli að taka baráttuna með okkur í Pepsi-deildinni á næsta tímabili," segir á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Bentína er að snúa aftur úr barneignarfríi og þá er Sara Hrund að klára sitt nám úti í Bandaríkjunum. Hún mun ná að klára tímabilið í gula búningnum.

Þetta er án efa mikill styrkur fyrir Grindvíkinga, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni fyrir næsta tímabil. Þær voru silfurlið deildarinnar eftir að hafa tapað fyrir Haukum í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner