Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 13. janúar 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Skilaboð Mourinho til Pogba: Gerðu það sem þú vilt
Pogba hefur stimplað sig inn að undanförnu.
Pogba hefur stimplað sig inn að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að hjálp frá Jose Mourinho hafi skilað sér miklu inn á vellinum. Pogba hefur stimplað sig inn að undanförnu og þakkar leikmaðurinn, knattspyrnustjóra sínum fyrir það.

Pogba byrjaði heldur rólega eftir að hafa komið aftur til félagsins fyrir 89 milljónir punda í sumar. Hann hefur hins vegar stigið upp að undanförnu og átt stóran þátt í níu leikja sigurgönu United.

„Hann sagði mér að hlusta ekki á neinn, að einbeita mér bara á vellinum og njóta mín. Það er það eina sem ég er að gera," sagði Pogba.

Það voru mikar væntingar settar á axlir Pogba þegar hann kom í sumar, en upp á síðkastið hefur hann verið að sýna sitt rétta andlit.

Hann hefur skorað og lagt upp fimm fleiri mörk í síðustu tíu leikjum sínum hjá Man Utd í samanburði við fyrstu tíu leiki sína.

„Hann talaði við mig. Hann lét mér líða vel," sagði Pogba, sem lék áður með United. Hann lék sjö leiki áður en hann fór til Juventus árið 2012.

„Hann sagði 'þú veist hvernig þú átt að spila, gerðu það sem þú vilt'. Hann sleppti mér lausum á vellinum."

„Hann sagði mér að njóta mín. Það var það eina sem ég þurfti að heyra frá stjóranum."

Man Utd er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum frá toppliði Chelsea, en þrátt fyrir það hefur Pogba enn trú á því að United geti orðið meistari.

„Þú verður að trúa," sagði Pogba. „Ég veit að Chelsea er á toppnum, en þetta er enska úrvalsdeildin, þú veist aldrei hvað mun gerast. Þú verður að halda áfram að berjast og trúa á málstaðinn. Ég finn það innra með mér að við getum enn unnið deildina."
Athugasemdir
banner