Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Snodgrass með tilboð frá Kína en vill vera áfram á Englandi
Snodgrass finnst ekki fallegt í Kína.
Snodgrass finnst ekki fallegt í Kína.
Mynd: Getty Images
Robert Snodgrass hefur fengið tilboð frá félögum í Kína og Tyrklandi en vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Middlesbrough og West Brom eru meðal félaga sem hafa áhuga á þessum leikstjórnanda Hull City.

Hull vill halda Snodgrass sem hafnaði nýjum þriggja ára samningi frá félaginu í síðasta mánuði. Þessi 29 ára skoski landsliðsmaður er bundinn félaginu til sumarsins 2018.

Hann hefur skorað 7 deildarmörk á tímabilinu þrátt fyrir að illa hafi gengið hjá Hull á tímabilinu og er félagið tilbúið að selja hann fyrir um 8 milljónir punda

Guardian fullyrðir að Snodgrass hafi verið boðið að 4 milljónir punda eftir skatt í Kína en vilji hans sé að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Hull hafnaði þriggja milljóna punda tilboði frá West Ham í hann í síðustu viku en liðið er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner