banner
   fös 13. janúar 2017 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Diego Costa er í Kína
Er Costa á leið til Kína?
Er Costa á leið til Kína?
Mynd: Getty Images
Við greindum frá því fyrr í kvöld áhugaverðari frétt hjá Daily Mail. Þar segir að sóknarmaðurinn Diego Costa, sem leikur með Chelsea, hafi rifist heiftarlega við stjóra sinn, Antonio Conte. Sky Sports fjallaði einnig um málið.

Ástæðurnar fyrir rifrildinu eru óljósar. Samkvæmt Daily Mail og Sky Sports er Costa ósáttur við læknateymi Chelsea og þá ákvörðun Conte að standa við bakið á því. Aðrir miðlar segja að Costa sé með risatilboð frá Kína á borðinu.

Blaðamaðurinn Tancredi Palmeri tjáir sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að Conte hrífist að þeirri hugmynd að fara í peningana til Kína.

Peningarnir í Kína eru ógurlegir og er talað um það á Twitter að Costa hafi verið boðið 580 þúsund punda á viku, en það eru hreint út sagt ótrúlegir peningar.

Palmeri bætir því við að Jorge Mendes, umboðsmaður Costa, sé þessa stundina staddur í Kína, en það kryddar svo sannarlega upp á þetta allt saman.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner