Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. janúar 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Zlatan: Þeir sem gagnrýndu mig munu aldrei gleyma mér
Zlatan fagnar hér marki.
Zlatan fagnar hér marki.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, ætlar að sanna sig fyrir þeim sem sögðu að hann gæti ekki látið til sín taka í ensku úrvalsdeildinni.

Í viðtali við Thierry Henry á Sky Sports segist hann muna eftir gagnrýninni frá fyrrum leikmönnum sem hann man þó ekki eftir. Eitt er þó víst, þeir munu aldrei gleyma honum.

Zlatan hefur skorað 18 mörk í öllum keppnum með United á þessu tímabili eftir að hafa komið frá Paris Saint-Germain í sumar. Þrettán af þeim mörkum sem hann hefur skorað hafa komið í ensku úrvalsdeildinni og er hann þar með markahæstu mönnum.

„Gagnrýnin skiptir mig engu máli, vegna þess að þetta er eitthvað sem ég fór í gegnum á ferli mínum, þetta er eitthvað sem kveikir bara í mér, gefur mér orku," sagði Zlatan við Arsenal-goðsögnina, Henry.

„Fólk talaði um mig og sagði: ‘Þú ert dauður, þú ert hitt og þetta‘, fyrrverandi leikmenn að tala, og ég man ekki einu sinni eftir þeim þegar þeir voru að spila. En eitt er víst, þeir munu muna eftir mér restina af sínu lífi."
Athugasemdir
banner
banner
banner