Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 13. janúar 2018 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: ÍA bar sigur úr býtum gegn ÍBV
ÍA byrjar Fótbolta.net mótið vel.
ÍA byrjar Fótbolta.net mótið vel.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA 3 - 1 ÍBV
1-0 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('13)
2-0 Steinar Þorsteinsson ('18)
3-0 Stefán Teitur Þórðarson ('67)
3-1 Ágúst Leó Björnsson ('72)

Fótbolti.net mótið er hafið og það byrjar vel. Fyrri leikur dagsins af tveimur var leikur ÍA og ÍBV í Akraneshöllinni.

ÍA, sem leikur nú undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, komst fljótlega í 2-0 með mörkum frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni (ÞÞÞ) og Steinari Þorsteinssyni. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Stefán Teitur Þórðarson kom ÍA í 3-0 á 67. mínútu, fimm mínútum áður en Ágúst Leó Björnsson minnkaði muninn fyrir ÍBV, sem byrjaði með ungt lið í dag. Strákur að nafni Eyþór Orri Ómarsson byrjaði leikinn en hann er aðeins 14 ára gamall, fæddur 2003.

ÍA, sem féll úr Pepsi-deildinni á síðasta ári, vann þennan leik 3-1 og byrjar Fótbolta.net mótið vel.

Hin liðin í þessum riðli eru Breiðablik og Stjarnan sem eigast nú við. Sá leikur er spilaður í Kórnum.

Byrjunarlið ÍA: 12. Árni Snær Ólafsson; 4. Arnór Snær Guðmundsson, 6. Albert Hafsteinsson, 8. Hallur Flosason, 14. Ólafur Valur Valdimarsson, 15. Hafþór Pétursson, 16. Þórður Þorsteinn Þórðarson, 17. Bjarki Steinn Bjarkason, 22. Steinar Þorsteinsson, 29. Hörður Ingi Gunnarsson, 31. Stefán Teitur Þórðarson.

Byrjunarlið ÍBV: 21. Halldór Páll Geirsson; 2. Sigurður Arnar Magnússon, 3. Alfreð Már Hjaltalín, 7. Aron Örn Þrastarson, 9. Dagur Austmann Hilmarsson, 10. Ágúst Leó Björnsson, 11. Sindri Snær Magnússon, 16. Róbert Aron Eysteinsson, 23. Eyþór Orri Ómarsson, 24. Óskar Elías Óskarsson, 30. Atli Arnarson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner