Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. janúar 2018 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylgdi í fótspor Alfreðs með því að skora fullkomna þrennu
Füllkrug fagnar hér marki í dag.
Füllkrug fagnar hér marki í dag.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Niclas Füllkrug skorað þrennu þegar Hannover vann endurkomusigur gegn Freiburg í þýsku Bundesligunni í dag.

Hannover lenti 2-0 undir í leiknum en kom til baka og urðu lokatölurnar 3-2 fyrir Füllkrug og félögum.

Fullkrüg skoraði eitt mark með hægri fæti, eitt með vinstri fæti og eitt með skalla en þegar leikmaður gerir það er oft sagt að hann hafi skorað fullkomna þrennu.

Aðeins einu sinni áður á þessu tímabili hefur verið skoruð fullkomin þrenna en hana gerði Alfreð Finnbogason fyrir Augsburg í heimasigri liðsins á Köln þann 9. september síðastliðinn.

Sjá einnig:
Þýskaland: Alfreð með þrennu í sigri Augsburg

Alfreð hefur verið frábær á tímabilinu og skorað 11 deildarmörk, en aðeins Robert Lewandowski og Pierre-Emerick Aubameyang hafa skorað meira en hann.

Alfreð var ekki með Augsburg í dag meiðsla þegar liðið lagði Hamburger SV að velli, 1-0.



Athugasemdir
banner
banner
banner