Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. janúar 2018 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Augsburg tókst að vinna án Alfreðs
Alfreð tók ekki þátt vegna meiðsla.
Alfreð tók ekki þátt vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson spilaði nokkrar mínútur.
Aron Jóhannsson spilaði nokkrar mínútur.
Mynd: Getty Images
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var fjarverandi þegar Augsburg vann 1-0 sigur á Hamburger í þýsku úrvalsdeildinni á þessu mjög fína laugardegi.

Alfreð sem hefur raðað inn mörkum á tímabilinu gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Í fjarveru Alfreðs skoraði Koo Ja-Cheol sigurmarkið.

Augsburg hefur verið að spila vel á tímabilinu og er eftir þennan sigur með 27 stig og er í sjöunda sæti deildarinnar.

Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 84. mínútu þegar Werder Bremen gerði 1-1 jafnefli gegn Hoffenheim. Werder er í 16. sæti deildarinnar og er í harðri fallbaráttu.

Aron hefur lítið spilað á tímabilinu en hann hefur gert sér vonir um að spila meira á seinni hlutanum.

Hannover kom til baka og lagði Mainz, Stuttgart vann Hertha Berlín og Eintracht Frankfurt og Freiburg gerðu 1-1 jafntefli.

Werder 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Benjamin Hubner ('39 )
1-1 Theodor Gebre Selassie ('63 )

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Freiburg
1-0 Sebastien Haller ('28 )
1-1 Robin Koch ('51 )

Augsburg 1 - 0 Hamburger
1-0 Koo Ja-Cheol ('45 )

Hannover 3 - 2 Mainz
0-1 Yoshinori Muto ('26 )
0-2 Alexander Hack ('31 )
1-2 Niclas Fullkrug ('33 )
2-2 Niclas Fullkrug ('38 , víti)
3-2 Niclas Fullkrug ('75 )

Stuttgart 1 - 0 Hertha
0-1 Niklas Stark ('78 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner