Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. febrúar 2016 08:30
Óðinn Svan Óðinsson
Lous van Gaal: Ekta stuðnings­menn styðja Memphis
Depay hefur ekki náð að slá í gegn hjá United
Depay hefur ekki náð að slá í gegn hjá United
Mynd: Getty Images
Memp­his Depay, leikmaður Manchester United hefur ekki beint staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans fyrir tímabilið en hann kom til fé­lags­ins frá PSV Eind­ho­ven í sumar.

Þar átti hann stórkostlegt tímabil og varð markakóngur í Hollandi með 22 mörk í 30 deildarleikjum auk þess að vera mjög öflugur í öðrum keppnum.

Hann hef­ur leikið 30 leiki á tíma­bil­inu og gert 5 mörk en hann hef­ur lítið komið við sögu í seinustu leikjum Manchesterliðsins.

Margir stuðnigsmenn United hafa verið svo ónægðir með kappann að þeir hafa verið að úthúða hann á samskiptamiðlum og það er Lou­is van Gaal, knatt­spyrn­u­stjóri United, ekki ánægður með.

Depay spilað með varaliði United á dögunum þar sem hann þótti sýna frábæra takta en í þeim leik lagði hann upp 3 mörk.

„Memp­his átti mjög góðan leik og það hjálpar sjálfs­traust­inu hjá hon­um. Ég hef séð viðbrögðin hjá stuðnings­mönn­un­um, það er að segja ekta stuðnings­mönn­un­um sem fylgj­ast líka með U21 árs liðinu,“ sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner