Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. febrúar 2016 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Newcastle: Oscar hvíldur
Oscar er ekki í byrjunarliði Chelsea, enda þarf að hafa hann sprækan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.
Oscar er ekki í byrjunarliði Chelsea, enda þarf að hafa hann sprækan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.
Mynd: Getty Images
Chelsea tekur á móti Newcastle í síðasta leik laugardagsins þar sem liðin mætast í neðri hluta deildarinnar.

Newcastle er sem stendur í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti, á meðan Chelsea er sex stigum ofar, í 14. sæti.

Chelsea teflir fram sínu hefðbundna byrjunarliði þar sem Cesc Fabregas og Nemanja Matic eru saman á miðjunni og Gary Cahill og John Terry í hjarta varnarinnar í fjarveru hins meidda Kurt Zouma.

Jonjo Shelvey og Andros Townsend eru báðir í byrjunarliði Newcastle í dag og er Aleksandar Mitrovic fremsti maður gestanna.

Diego Costa er fremstur hjá heimamönnum og með þá Pedro, Willian og Eden Hazard sér til aðstoðar í sóknarleiknum.

Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fabregas, Matic; Pedro, Willian, Hazard; Costa.

Newcastle: Elliot, Aarons, Coloccini, Taylor, Janmaat, Tiote, Shelvey, Sissoko, Wijnaldum, Townsend, Mitrovic.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner