Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 13. febrúar 2016 16:56
Arnar Geir Halldórsson
England: Gylfi í tapliði - Adebayor skoraði
Payet skoraði og lagði upp
Payet skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Deeney setti tvö
Deeney setti tvö
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum lauk nú rétt í þessu í enska boltanum og voru fjölmörg mörk skoruð.

Stoke City var í góðum gír á Vitality leikvangnum þar sem liðsmenn Mark Hughes unnu 3-1 sigur á nýliðunum. Á sama tíma marði Southampton sigur á Swansea en Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea.

West Ham lenti í vandræðum á Carrow Road en náði að koma til baka og gera jafntefli þar sem franski snillingurinn Dimitri Payet var allt í öllu.

WBA vann óvæntan útisigur á Everton og Emmanuel Adebayor er kominn á blað með Crystal Palace en hann skoraði eina mark liðsins í tapi gegn Watford.

Úrslit og markaskorarar dagsins.

Swansea 0 - 1 Southampton
0-1 Shane Long ('69 )

Bournemouth 1 - 3 Stoke City
0-1 Giannelli Imbula ('9 )
0-2 Ibrahim Afellay ('52 )
0-3 Joselu ('55 )
1-3 Matt Ritchie ('57 )

Crystal Palace 1 - 2 Watford
0-1 Troy Deeney ('16 , víti)
1-1 Emmanuel Adebayor ('45 )
1-2 Troy Deeney (´82)
Rautt spjald: Pape Souare, Crystal Palace (´90)

Everton 0 - 1 West Brom
0-1 Salomon Rondon ('14 )

Norwich 2 - 2 West Ham
1-0 Robbie Brady ('54 )
2-0 Wesley Hoolahan ('65 )
2-1 Dimitri Payet ('74 )
2-2 Mark Noble ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner