Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 13. febrúar 2016 16:50
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Ronaldo með tvö í öruggum sigri Real
Tveir góðir
Tveir góðir
Mynd: Getty Images
Real Madrid 4 - 2 Athletic
1-0 Cristiano Ronaldo ('3 )
1-1 Javier Eraso ('10 )
2-1 James Rodriguez ('37 )
3-1 Toni Kroos ('45 )
4-1 Cristiano Ronaldo ('87 )
4-2 Gorka Elustondo ('90 )
Rautt spjald:Raphael Varane, Real Madrid ('83)

Real Madrid er komið í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan heimasigur á Athletic Bilbao í dag.

Portúgalska markavélin Cristiano Ronaldo kom Real yfir snemma leiks en Javier Eraso var fljótur að svara fyrir gestina. Heimamenn leiddu þó í hálfleik þar sem James Rodriguez skoraði skömmu fyrir leikhlé.

Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos bætti svo þriðja markinu við í uppbótartíma fyrri hálfleiks en ekki var allt fjörið búið.

Frakkinn ungi Raphael Varane var sendur í sturtu rétt á undan liðsfélögum sínum því hann fékk rautt spjald á 83.mínútu. Ronaldo lét það ekki stöðva sig í að bæta við mörkum því hann kom Real í 4-1 á 87.mínútu en Gorka Elustondo klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma.
Athugasemdir
banner
banner