banner
   lau 13. febrúar 2016 07:30
Óðinn Svan Óðinsson
Zidane: Varane fer ekki neitt
Varane
Varane
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Raphael Varane sem leikur með Real Madrid hefur að undanförnu verið orðaður við Manchester United.

Eftir að fréttir fóru að berast þess efnis að Jose Mourinho tæki við stjórnartaumunum hjá Manchester United í sumar urðu raddir þess efnis að hann tæki Varene með sér háværar.

Varane, sem að mörgum er talinn einn efnilegasti varnarmaður heims, fékk mikið að spila hjá Real Madrid undir stjórn Mourinho en það var einmitt hann sem keypti piltinn frá Lens í Frakklandi árið 2011.

„Auðvitað vill Mourinho kaupa Varane, það er eðlilegt. Hann þekkir hann vel og það var hann sem náði í hann til Frakklands. Ég vil ekki selja hann, hann er framtíð klúbbsins,” sagði Zidane.

Madrídingum hefur gengið ágætlega í deildinni síðan Zidane tók við liðinu af Rafael Benítez en liðið situr í 3. sæti spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner