Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 13. febrúar 2017 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Valur er Reykjavíkurmeistari
Bjarni Ólafur hampar bikarnum.
Bjarni Ólafur hampar bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fjölnir 0 - 1 Valur
0-1 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('43, sjálfsmark)
Rautt spjald: Þórir Guðjónsson, Fjölnir ('92)

Valur er Reykjavíkurmeistari eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í Egilshöllinni.

Eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks þegar fyrirgjöf Arnars Sveins Geirssonar fór í Torfa Tímoteus Gunnarsson, varnarmann Fjölnis, og inn.

Fjölnismenn áttu nokkur skot í síðari hálfleik en Anton Ari Einarsson var öruggur í marki gestanna sem héldu út og uppskáru enn einn Reykjavíkurmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner