Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. febrúar 2018 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Kompany kemur inn
Kompany er með fyrirliðabandið hjá City í kvöld.
Kompany er með fyrirliðabandið hjá City í kvöld.
Mynd: Getty Images
Son er settur á bekkinn.
Son er settur á bekkinn.
Mynd: Getty Images
Eftir langt hlé þá hefst keppni í Meistaradeildinni loksins á nýjan leik í kvöld þegar boltinn byrjar að rúlla í 16-liða úrslitunum.

Manchester City heimsækir Basel í opinn dagskrá hjá Stöð 2 Sport en á sama tíma leikur Juventus gegn Tottenham.

Toby Alderweireld er utan hóps hjá Tottenham þrátt fyrir að vera byrjaður að æfa á fullu eftir meiðsli.

Hjá Juventus eru Paulo Dybala, Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi allir fjarri góðu gamni.

Athygli vekur að Erik Lamela byrjar á Ítalíu í stað Son Heung-min sem fær sér sæti á bekknum. Á bekknum er einnig Lucas Moura.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu sem vann 5-1 sigur á Leicester um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany er mættur aftur, Aymeric Laporte þarf að gera sér það að góðu að sitja á varamannabekknum. Hin breytingin er sú að Fabian Delph byrjar fyrir Alexandar Zinchenko.

Leroy Sané snýr aftur í leikmannahóp Manchester City eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Cardiff í lok janúar. Sane átti að vera frá í sex vikur en hann er klár langt á undan áætlun.

Byrjunarlið Juventus gegn Tottenham: Buffon, De Sciglio, Chiellini, Benatia, A. Sandro, Khedira, Pjanic, D. Costa, Bernardeschi, Mandzukic, Higuain.
(Varamenn: Szczesny, Rugani, Asamoah, Marchisio, Bentancur, Sturaro, Muratore)

Byrjunarlið Tottenham gegn Juventus: Lloris, Aurier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Alli, Lamela, Kane.
(Varamenn: Gazzaniga, Trippier, Rose, Wanyama, Sissoko, Son, Lucas)




Byrjunarlið Basel gegn Manchester City: Vaclik, Lacroix, Xhaka, Suchy, Lang, Frei, Serey Die, Riveros, Elyounoussi, Stocker, Oberlin.
(Varamenn: Salvi, Petretta, Zuffi, Van Wolfswinkel, Ajeti, Manzambi, Bua)

Byrjunarlið Manchester City gegn Basel: Ederson, Walker, Kompany, Otamendi, Delph, Fernandinho, Gundogan, De Bruyne, Sterling, Bernardo, Aguero.
(Varamenn: Bravo, Danilo, Stones, Laporte, Sane, Silva, Foden)






Athugasemdir
banner
banner
banner