þri 13. febrúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clyne byrjaður að æfa aftur - „Mun taka tíma fyrir hann"
Síðasti leikur Clyne var 21. maí á síðasta ári.
Síðasti leikur Clyne var 21. maí á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Nathaniel Clyne er byrjaður aftur með Liverpool og ferðaðist hann með liðinu til Portúgals fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni. Hann mun þó ekki taka þátt í leiknum á morgun að sögn knattspyrnustjórans Jurgen Klopp.

Clyne hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna bakmeiðsla. Hans síðasti leikur kom 21. maí á síðasta ári gegn Middlesbrough.

Hinn 26 ára gamli Clyne er byrjaður að æfa aftur með liðsfélögum sínum en það er þó enn eitthvað í að hann byrji að spila aftur.

„Clyney er kominn aftur; en það er of snemmt að hugsa um hann," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, um Clyne.

„Hann hefur verið að æfa í tvo daga en eftir svona langt hlé mun það taka tíma fyrir hann að byrja að spila aftur."

Sjá einnig:
Van Dijk, Clyne og Ings bætast í Meistaradeildarhóp Liverpool
Athugasemdir
banner
banner