Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. febrúar 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Dyer opnar sig um slagsmálin við Bowyer
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kieron Dyer fjallar um eitt eftirminnilegasta atvik í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í nýrri ævisögu sem DailyMail hefur birt hluta úr.

Dyer fjallar ítarlega um slagsmálin sem hann lenti í við þáverandi liðsfélaga sinn hjá Newcastle Lee Bowyer. Báðir leikmennirnir fengu að líta rautt spjald í kjölfarið.

„Ég sá hann labba að mér og Graeme Souness stóð á hliðarlínunni að öskra: Ekki gera þetta. En Bowyer stoppaði ekki. Ég greip um axlirnar og háls hans til að stöðva hann en svo byrjuðu höggin að dynja."

„Það var eins og tíminn hægði á sér. Ég hugsaði að ég trúði ekki að hann væri að kýla mig fyrir framan 52 þúsund manns. Hvað í fjandanum er hann að gera?"

„Þetta er hlutur sem gæti gerst á æfingu en aldrei í leik. Enginn með réttu viti gerir þetta en Bowyer var búinn að missa vitið."

„Hann sló mig fjórum sinnum, höggin meiddu mig ekki en þegar fjórða höggið kom hugsaði ég 'skítt með þetta og sló hann til baka."

„Hann var pirraður því ég sendi ekki á hann. Hann var búinn að öskra á mig í gegnum leikinn og að lokum sagði ég að ég sendi ekki á hann því að hann gæti ekkert."

„Hann missti sig og ég sá það vel. Ég og hann náðum alltaf vel saman og gerum enn. Hann er fínn gaur þótt hann eigi svona augnablik og þrátt fyrir það hvernig fjölmiðlar mála hann."

Athugasemdir
banner
banner