Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. febrúar 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Jones: Áttum skilið að tapa
Mynd: Getty Images
Phil Jones varnarmaður Manchester United segir að liðið hafi átt skilið að tapa gegn Newcastle í fyrradag. Hann segist vera miður sín vegna úrslitanna.

Eftir 1-0 tapið eru United 16 stigum frá toppliði Manchester City. Tottenham og Liverpool sigruðu um helgina og komust nær United í öðru sætinu.

„Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Við áttum ekki skilið að vinna leikinn," sagði Jones við sjónvarpsstöð Manchester United.

„Við vorum kærulausir í byrjun og stuðningsmenn þeirra tóku við sér. Við fengum nokkur færi í síðari hálfleik en við vorum einfaldlega ekki nógu góðir."

Jones hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína við hlið Chris Smalling í hjarta varnarinnar hjá United.

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, sagði að þeir hefðu verið hörmulegir í vetur og væru heppnir að vera með besta markmann í heimi fyrir aftan sig.
Athugasemdir
banner