Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 13. febrúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Króatar spila líklega á Anfield fyrir leikinn við Ísland
Icelandair
Dejan Lovren varnarmaður Liverpool spilar líklega með Króatíu á Anfield í sumar.  Hér er hann í baráttu við Alfreð Finnbogason í leiknum í júní í fyrra.
Dejan Lovren varnarmaður Liverpool spilar líklega með Króatíu á Anfield í sumar. Hér er hann í baráttu við Alfreð Finnbogason í leiknum í júní í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool Echo greinir frá því í dag að samningaviðræður séu langt á veg komnar hjá Brasilíu og Króatíu um að þau leiki vináttuleik á Anfield þann 3. júní.

Báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM en Króatía er með Íslandi í D-riðli.

Stamford Bridge, heimavöllur Chelsea, var skoðaður fyrir vináttuleik Brasilíu og Króatíu en Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool og Króatíu, náði að sannfæra knattspyrnusambandið um að spila frekar á Anfield.

Lovren gæti meðal annars mætt liðsfélaga sínum Roberto Firmino í þessum landsleik sem og Phillipe Coutinho, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Liverpool.

Króatar fara líkt og Íslendingar til Bandaríkjanna í mars þar sem þeir mæta Perú og Mexíkó í vináttuleikjum.

Aðrir vináttuleikir hafa ekki verið staðfestir hjá Króötum en nú er líklegt að þeir mæti Brasilíu sunnudaginn 3. júní. Króatía mætir Nígeríu í fyrsta leik á HM en leikurinn gegn Íslandi er lokaleikur riðilsins þann 26. júní.
Athugasemdir
banner