Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. febrúar 2018 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mayer sagður hafa valið Bayern fram yfir Arsenal og Liverpool
Mynd: Getty Images
Maximilian Meyer, leikmaður Schalke 04, rennur út á samningi í sumar en hann er mjög eftirsóttur. Hann er þó sagður vera búinn að taka ákvörðun um framtíð sína.

Tuttosport segir frá því í dag að hann sé búinn að ákveða að ganga í raðir Bayern München eftir tímabilið. Ef hann gerir það mun hann feta í fótspor félaga síns Leon Goretzka sem hefur ákveðið að yfirgefa Schalke og mun ganga í raðir Bayern í sumar.

Meyer var orðaður við bæði Liverpool og Arsenal í slúðurpakkanum í morgun en hann er sagður ætla að vera áfram í Þýskalandi og spila fyrir stærsta liðið þar, Bayern.

Meyer er 22 ára gamall en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en 180 leiki fyrir Schalke og skorað 22 mörk. Hann á fjóra leiki að baki fyrir þýska A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner