þri 13. febrúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Sænskan hjálpaði Rúnari Páli að komast í UEFA Pro nám
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur í vetur verið að afla sér UEFA Pro þjálfararéttinda í Svíþjóð.

Einungis nokkrir íslenskir þjálfarar eru með þessa æðstu þjálfaragráðu UEFA en ekki er hægt að taka þessa þjálfaragráðu á Íslandi. Þjálfarar þurfa því að leita erlendis til að ljúka UEFA Pro námi og erfitt getur verið að komast að í náminu.

Tólf þjálfarar eru í slíku námi í Svíþjóð og Rúnar fékk að vera einn af þeim þar sem hann kann sænsku. Ásamt honum eru í náminu nokkrir þjálfarar úr sænsku úrvalsdeildinni.

Rúnar þjálfaði í Noregi áður en hann tók við Stjörnunni og hann er nú í námi í Svíþjóð.

„Ég held að Ísland fái eitt sæti í þetta nám í Englandi annað hvert ár svo þeir eiga ekki marga UEFA Pro þjálfara. Við vildum vera almnennilegir og sögðum 'Við viljum reyna að hjálpa ykkur en við krefjumst þess að þjálfarinn tali sænsku," sagði Roger Sandberg hjá sænska knattspyrnusambandinu við FotbollSkanalen.

Rúnar Páll var meðal annars fjarri góðu gamni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins á dögunum þar sem Stjarnan lagði Grindavík en þá var hann í Svíþjóð að sinna náminu.
Athugasemdir
banner
banner
banner