Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. febrúar 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Tiltekt í vörn Man Utd - Meyer til Liverpool eða Arsenal?
Powerade
Smalling verður seldur í sumar samkvæmt slúðrinu.
Smalling verður seldur í sumar samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Max Meyer er eftirsóttur.
Max Meyer er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er langur í dag og af nægu að taka!



Umboðsmaður Gareth Bale (28) segir að leikmaðurinn elski Real Madrid og vilji ekki fara. Sögusagnir hafa verið um að Manchester United vilji kaupa Bale í sumar. (Manchester Evening News)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Max Meyer (22) miðjumanni Schake. Meyer verður samningslaus í sumar en Bayern Munchen og AC Milan vilja líka fá hann í sínar raðir. (Star)

Vonir Manchester United um að fá Arturo Vidal (30) frá Bayern eru litlar en Sílemaðurinn vill ekki fara frá þýsku meisturunum. (Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að taka til í vörninni hjá sér í sumar en hann ætlar að selja Chris Smalling (28) og Phil Jones (25). (Mirror)

Óvissa er í kringum framtíð Simon Mignolet (29) hjá Liverpool en hann verður ekki í markinu gegn Porto í Meistaradeildinni á morgun. (Guardian)

Borussia Dortmund ætlar að reyna að kaupa Michy Batshuayi (24) frá Chelsea í sumar en hann kom til félagsins á láni í júlí. (Evening Standard)

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að félagið eigi ekki möguleika á að enda í topp fjórum á þessu tímabili. (Sun)

John Terry (37) varnarmaður Aston Villa ætlar að taka ákvörðun um framtíð sína eftir tímabilið. (Telegraph)

Neymar (26) leikmaður PSG er búinn að setja húðflúr af Meistaradeildarbikarnum á fótinn á sér. (Mail)

Newcastle getur keypt markvörðinn Martin Dubravka (29) frá Sparta Prag á minna en fjórar milljónir punda í sumar. Dubravka kom á láni til Newcastle á dögunum og hélt hreinu í fyrsta leik gegn Manchester United um helgina. (Newcastle Chronicle)

Leeds ætlar að reyna að fá nígeríska framherjann Jerry Mbakogu (25) frá Capri í sumar. (Mail)

Manchester United gæti grætt 26 milljónir punda aukalega á tímabili með því að selja styrktaraðila nafnið á Old Trafford. (Sky Sports)

Samband Toby Alderweireld og Mauricio Pochettino er ekki gott eftir að Belginn var ekki valinn í hópinn gegn Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Alderweireld hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en hann er klár í slaginn. (London Evening Standard)

Sam Allardyce, stjóri Eveton, ætlar ekki að leyfa framherjanum Cenk Tosun að spreyta sig meira fyrr en liðið er búið að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni. (Liverpool Echo)

Enginn treyja hefur selst jafnmikið á árinu og Manchester United treyja merkt Alexis Sanchez samkvæmt tölfræði Sports Direct. (Manchester Evening News)

David Moyes, stjóri West Ham, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann ætli að hætta eftir tímabilið. (Talksport)

Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, segir að leikmenn Manchester United hafi verið í felum í leik liðanna um helgina. (Times)

Philippe Coutinho gæti snúið aftur á Anfield í sumar þar sem Brasilía og Króatía eru í viðræðum um að leika vináttuleik þar í júní fyrir HM. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner