Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. febrúar 2018 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
David Beckham ásamt þremur af fjórum börnum sínum.
David Beckham ásamt þremur af fjórum börnum sínum.
Mynd: Instagram
Hér má sjá brot af umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Hjörtur Hjartarson, X977:
Muniði eftir nefndinni sem KSÍ kom á koppinn síðasta haust og átti að vinna að því að fjölga áhorfendum í Pepsideildinni? Já, hún fundaði einu sinni og svo ekkert meir.

Daníel Geir Moritz, Innkastinu:
Finnst of mikið gert úr því að meiðsli Lacazette séu áfall fyrir Arsenal. Ekki eins og Welbeck eða Nketiah veiki liðið m.v. frammistöðu Lacazette. En aldrei gaman að meiðslum #fotboltinet

Halldór Marteinsson, stuðningsmaður Man Utd:
Er gríðarlega peppaður fyrir því að útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sé að hefjast í kvöld, jafnvel þótt mitt lið spili ekki fyrr en í næstu viku. Þetta verður eitthvað! #fótboltinet

Hjálmar Örn Jóhannsson, stuðningsmaður Tottenham:
Júventus búið að vinna 11 leiki í röð, Tottenham á siglingu einnig en mun rólegri en Gamla konan. Mín spá 2-1 tap hjá Spurs í kvöld en klárum showið á Wembley. Markaskorarar: Pjanic, Higuain- Kane víti.

Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal:
Vantar í þessa spá hver mun dýfa sér til að krækja í vítið!

Runólfur Trausti Þórhallsson, stuðningsmaður Man Utd:
Nenni ekki að vera bitur og með samsæriskenningar en það er vissulega magnað hvernig ALLIR leikmenn Man City koma til baka eftir meiðsli ca. helmingi fyrr en allir reikna með ... ótrúlegt alveg hreint.

Marteinn Urbancic, leikmaður Þróttar Vogum:
💉💉💉


Athugasemdir
banner
banner
banner