mán 13. mars 2017 14:11
Magnús Már Einarsson
Hætti við að semja við Víking rétt fyrir fréttamannafund
Milos Milojevic þjálfari Víkings.
Milos Milojevic þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem kynntir voru til sögunnar þrír erlendir leikmenn sem hafa samið við félagið að undanförnu.

Á fundinum átti eining að kynna hollenska kantmanninn Romario Kortzor til leiks. Hann hætti hins vegar við að semja við Víking rétt fyrir fréttamannafundinn.

„Á síðustu stundu var hann ekki viss hvort þetta væri rétta skrefið og hann var ekki viss um deildina eftir að við horfðum á slatta af leikjum um helgina," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings við Fótbolta.net í dag.

„Við héldum að allt væri klappað og klárt en svo var ekki. Það er miklu betra að lenda í svona eftir þrjá daga frekar en 10, 15 eða 30 daga."

Romario er 27 ára gamall Hollendingur en hann spilaði síðast með Astra Giurgiu í Rúmeníu.

Á fréttamannafundinum í dag kynnti Víkingur erlendu leikmennina Geoffrey Castillion, Muhammed Mert og Milos Ozegovic til sögunnar. Viðtöl af fundinum koma á Fótbolta.net innan tíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner