Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 13. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Nær Man Utd að klára Sevilla?
Mynd: Fótbolti.net
Manchester United fær Sevilla í heimsókn.
Manchester United fær Sevilla í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Boltinn heldur áfram að rúlla í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram seinni viðureignir í 16-liða úrslitum keppninnar.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.

Tryggvi Guðmundsson:

Manchester United 2 - 1 Sevilla (Samtals 2-1)
Reikna með sigri United en tæpt verður það. Hef á tilfinningunni að Móri verði í sviðsljósinu.

Roma 1 - 0 Shakhtar Donetsk (Samtals 2-2, Roma áfram)
Dzeko reddar þessu fyrir Roma.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Manchester United 2 - 0 Sevilla (Samtals 2-0)
Sigurinn á Liverpool gefur United mikið og þeir fara þéttir inn í þennan leik.

Roma 1- 0 Shakhtar Donetsk (Samtals 2-2)
Rómverjar fara því áfram á útivallarmarkinu.

Fótbolti.net - Ívan Guðjón Baldursson Daziani

Manchester United 2 - 0 Sevilla (Samtals 2-0)
Sevilla gat ekki skorað gegn slöku United liði sem pakkaði í vörn á Spáni. Gæðamunurinn verður augljós á Trafford og ég get ekki séð gestina fyrir mér skora meira en eitt mark, og varla það.

Roma 2 - 1 Shakhtar (Samtals 3-3, Roma áfram í framl.)
Erfiður leikur þar sem Rómverjar geta verið ótrúlega mistækir. Þeir geta þakkað Alisson fyrir að hafa ekki tapað stærra í Úkraínu. Leikurinn í kvöld verður einskonar speglun á fyrri leiknum þar sem Rómverjar verða mun sterkari en ná ekki að klára fyrr en í framlengingu þegar Patrik Schick mun láta ljós sitt skína.


Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 11
Tryggvi 4
Sigurbjörn 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner