Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. mars 2018 11:37
Elvar Geir Magnússon
Björn Daníel orðaður við Val - „Það er ekkert í gangi"
Björn Daníel á heimleið?
Björn Daníel á heimleið?
Mynd: Getty Images
Þær sögusagnir að Valur sé að færast nær því að fá miðjumanninn Björn Daníel Sverrisson hafa verið að ganga meðal íslenskra fótboltaáhugamanna þessa dagana.

Björn Daníel hefur verið fastur á bekknum hjá AGF síðan keppni í dönsku úrvalsdeildinni hófst aftur eftir vetrarfrí. Hann hefur aðeins spilað sjö mínútur í þeim sex umferðum sem búnar eru á árinu 2018.

Fyrir áramót var hann á láni hjá Vejle í B-deildinni.

Björn Daníel er uppalinn hjá FH sem hefur einnig áhuga á að fá hann en sagan segir að Valsmenn leiði kapphlaupið.

„Við höfum áhuga á þessum leikmanni eins og öll önnur íslensk félög en það er ekkert í gangi. Ég veit ekki betur en að hann stefni á að vera áfram úti og það eru engar viðræður í gangi," segir Börkur Edvardsson, formaður Vals.

Þjálfaraskipti urðu hjá AGF en Björn hefur ekki náð að koma sér í byrjunarliðið undir stjórn David Nielsen.

„Við erum mjög vel mannaður á miðsvæðinu en erum að skoða það að bæta við hafsent. Það má auka við samkeppnina þar," segir Börkur um leikmannamál Íslandsmeistarana.

Orri Sigurður Ómarsson samdi við Sarpsborg í vetur og hyggjast Valsmenn bæta við miðverði í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner