banner
   þri 13. mars 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliðinn var með konu liðsfélaga - „Það sprakk allt í loft upp"
Ólafur þjálfaði Nordsjælland og Randers í Danmörku.
Ólafur þjálfaði Nordsjælland og Randers í Danmörku.
Mynd: Getty Images
,,Það eru hlutir sem þú þarft að tækla öðruvísi, þú ert allt í einu kominn með hóp þjálfara sem þú þurftir að stjórna og stýra. Ég þurfti að dreifa verkefnum á aðra, ég þurfti að hafa yfirsýn komandi úr umhverfi þar sem þú gerðir allt, eða mjög mikið. Þarna þurftirðu meira að dreifa verkefnum og sjá til þess að halda öllum á tánum.
,,Það eru hlutir sem þú þarft að tækla öðruvísi, þú ert allt í einu kominn með hóp þjálfara sem þú þurftir að stjórna og stýra. Ég þurfti að dreifa verkefnum á aðra, ég þurfti að hafa yfirsýn komandi úr umhverfi þar sem þú gerðir allt, eða mjög mikið. Þarna þurftirðu meira að dreifa verkefnum og sjá til þess að halda öllum á tánum.
Mynd: Getty Images
,,Colin Todd (þjálfarinn á undan) hafði byggt upp flott lið sem ég tek við að hluta. Um veturinn höfðu verið ákveðin innanhúsmál sem voru ansi leiðinleg, menn höfði farið að blanda saman einkalífi og vinnustað. Fyrirliðinn hafði tekið saman við konu liðsfélaga síns, þó eftir að þau voru skilin en það var allt mjög viðkvæmt.
,,Colin Todd (þjálfarinn á undan) hafði byggt upp flott lið sem ég tek við að hluta. Um veturinn höfðu verið ákveðin innanhúsmál sem voru ansi leiðinleg, menn höfði farið að blanda saman einkalífi og vinnustað. Fyrirliðinn hafði tekið saman við konu liðsfélaga síns, þó eftir að þau voru skilin en það var allt mjög viðkvæmt.
Mynd: Getty Images
Ólafur hætti hjá Randers þar sem hann fann ekki fyrir fullu trausti. Hann er kominn heim í FH. Hér er hann ásamt aðstoðarmanni sínum, Ásmundi Haraldssyni.
Ólafur hætti hjá Randers þar sem hann fann ekki fyrir fullu trausti. Hann er kominn heim í FH. Hér er hann ásamt aðstoðarmanni sínum, Ásmundi Haraldssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur í nýjasta þættinum af Návígi í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Eins og áður hefur komið fram fer Ólafur um víðan völl í þættinum.

Ólafur er nýkominn heim eftir að hafa þjálfað erlendis frá 2014. Hann þjálfaði fyrst Nordsjælland áður en hann tók við Randers. Ólafur segir frá þessum tíma í samtali við Gulla.

Smelltu hér til að hlusta á Ólaf Kristjánsson í Návígi

„Það var nú ekki neitt sjokk," segir Ólafur aðspurður að því hvernig það hafi verið að koma þarna í stærri deild sem þjálfari en áður en hann tók við Nordsjælland hafði hann verið þjálfari hjá Breiðabliki í mörg ár við góðan orðstír.

„Það eru hlutir sem þú þarft að tækla öðruvísi, þú ert allt í einu kominn með hóp þjálfara sem þú þurftir að stjórna og stýra. Ég þurfti að dreifa verkefnum á aðra, ég þurfti að hafa yfirsýn komandi úr umhverfi þar sem þú gerðir allt, eða mjög mikið. Þarna þurftirðu meira að dreifa verkefnum og sjá til þess að halda öllum á tánum. Varðandi leikmannahópinn er þetta alltaf það sama, það er að fara út á völl og vera með vel skipulagaðar æfingar og halda þeim á tánum."

„Þarna líturðu voða lítið upp, þú ert með nefið ofan í starfinu og þarft að skila úrslitum helgi eftir helgi."

„Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Þú ert eins og sprungin blaðra þegar að kemur að vetrarfríi og aftur þegar kemur að sumarfríi. Þá er voðalega mikilvægt að hlaða batteríin aftur."

Hefði átt að velja sinn aðstoðarmann
Ólafur ákveður að taka ekki með sér sinn aðstoðarþjálfara, hvorki til Nordsjælland eða Randers. Hann sér eftir því.

„Eftir á að hyggja er það hlutur sem ég hefði getað gert betur, hvort sem það var íslenskur, danskur, sænskur eða jafnvel norskur þjálfari. Ef að svo ólíklega vildi til að ég færi út í svona ævintýri aftur þá myndi ég taka með mér minn mann eða mína menn," segir Ólafur.

„Ég hélt að það væri heppilegt að hafa menn sem þekktu félagið en ég er kominn á aðra skoðun núna. Það er mikilvægt að hafa með þér einn eða tvo sem eru þínir menn. Þegar það fer að brjóta á, þegar hlutirnir ganga ekki eins og allir vildu hafa þá, þá liggur þessi tryggð þeirra hjá klúbbnum, ekki mér. Menn hafa tilhneigingu til þess, sumir ekki allir, að fara að vernda sína stöðu frekar en að vera prinsippfastir og standa með því sem þeir hafa sagt."

Óli er kominn með sinn aðstoðarmann hjá FH, Ásmund Haraldsson.

„Fyrirliðinn hafði tekið saman með konu liðsfélaga síns"
Óli gerðist svo þjálfari Randers sumarið 2016.

„Það var svolítið sérstakt, mjög sérstakt," segir Ólafur um ástandið á liðinu þegar hann tekur við.

„Colin Todd (þjálfarinn á undan) hafði byggt upp flott lið sem ég tek við að hluta. Um veturinn höfðu verið ákveðin innanhúsmál sem voru ansi leiðinleg, menn höfði farið að blanda saman einkalífi og vinnustað. Fyrirliðinn hafði tekið saman við konu liðsfélaga síns, þó eftir að þau voru skilin en það var allt mjög viðkvæmt."

„Það sprakk allt í loft upp þarna og hópurinn skiptist í fylkingar. Fyrirliðinn var áfram, en liðsfélaginn vildi fara. Stjórnin plástraði ekki þau sár sem þurfti að plástra og ég þurfti, ásamt þeim sem stjórnuðu, að taka þá ákvörðun fyrirliðinn myndi fara. Hann tók því eins og sannur fagmaður. Hann skildi það alveg."

Sjá einnig:
Neitar að spila fyrir Randers - Konan að hitta liðsfélaga

„Hópurinn var fínn og við byrjuðum gríðarlega vel, síðan eru seldir góðir leikmenn og ekki keypt inn í samræmi við það. Það voru ákvarðanir sem ég var ekki sáttur við."

Raunveruleikasjónvarpið truflaði ekki
Á öðru tímabili Óla í Randers ákveður félagið að samþykkja að vera með í þáttum þar sem skyggnst er á bak við tjöldin hjá fótboltaliðum. Óli segir að raunveruleikasjónvarpið hafi ekki truflað þó gengið hafi verið slæmt á þessum tíma.

„Persónulega fannst mér það aldrei trufla og eftir á að hyggja truflaði það ekki neitt."

„Þessir menn sem gerðu þessa þætti voru mjög færir og voru alls ekki truflandi."

„Leikmennirnir segja vel flestir að þetta hafi ekki truflað."

Stórfurðuleg ákvörðun
Á öðru tímabili Ólafs í Randers gekk lítið sem ekkert upp og hætti hann í sínu starfi 5. október. Mánuði áður hafði stjórn félagsins tekið stórfurðulega ákvörðun.

„Það á sér stað með eindæmum undarleg athöfn þegar stjórn félagsins ákveður að tilkynna að það verði stjórnarfundur, sem aldrei hefur verið gert áður. Þar á m.a. að ræða framtíð þjálfarans."

„Fyrir mér er þetta einhvers konar þörf að sýna knattspyrnuumheiminum að þarna séu menn að taka á málunum. Þetta gerði samt ekkert annað en að skapa óvissu."

„Þetta var á degi þar sem við áttum að spila bikarleik. Ég kom of seint í rútuna þar sem ég var að bíða eftir niðurstöðu fundarins. Ég vissi ekki hvort ég var keyptur eða seldur."

Mánuði síðar var Ólafur svo hættur þar sem hann fann ekki fyrir fullu traustu frá félaginu. „Það er ekkert til fyrir mér sem heitir 80% traust," segir hann enn fremur.



Smelltu hér til að hlusta á Óla Kristjáns í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner