Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Leiknir.com 
Leiknir R. fær íslenskan varnarmann frá Noregi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn Óttar Húni Magnússon er búinn að skrifa undir samning við Leikni R.

Óttar er fæddur 1997 og hefur búið í Noregi stærstan hluta ævinnar. Hann hefur þó æft með yngri flokkum Aftureldingar og Kormáks/Hvatar í heimsóknum sínum til Íslands yfir sumartímann.

Óttar kemur til Leiknis frá Ranheim. Hann lék einn leik fyrir félagið í vetur sem komst upp í norsku úrvalsdeildina.

„Við bjóðum Óttar velkominn í Leikni og óskum honum góðs gengis í sumar," stendur í frétt á vefsíðu Leiknis.

Leiknir endaði í 5. sæti Inkasso-deildarinnar síðasta sumar og stefnir á að koma sér aftur upp í Pepsi-deildina hið snarasta, þó samkeppnin verði ansi hörð eftir fall Ólafsvíkinga og Skagamanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner