Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. mars 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Leiknir R. prófaði Japana í Lengjubikarnum - Fær sekt frá KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KSÍ hefur sektað Leikni R. um 60 þúsund krónur eftir að liðið notaði ólöglegan leikmann í 4-0 tapi gegn Fjölni í Lengjubikarnum á laugardaginn.

Japanski leikmaðurinn Ryota Nakamura hefur verið á reynslu hjá Leikni undanfarna daga.

Leiknir ákvað að láta hann spila leikinn gegn Fjölni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið með leikheimild.

„10.1 Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum," segir í reglugerð KSÍ fyrir Lengjubikarinn.

Leiknir þarf að greiða 60 þúsund króna sekt fyrir þátttöku Ryota í leiknum en úrslitin standa 4-0 fyrir Fjölni.

Ryota er ungur sóknarleikmaður en Leiknir hefur ekki ákveðið hvort samið verði við hann eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner