Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. mars 2018 22:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: ÍA með auðveldan sigur á Víkingi R.
Stefán Teitur var á skotskónum.
Stefán Teitur var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 0 Víkingur R.
1-0 Ragnar Leósson ('7)
2-0 Stefán Teitur Þórðarson ('76)
3-0 Hilmar Halldórsson ('85)

Á meðan Manchester United tapaði í Meistaradeildinni fyrir Sevilla fór ÍA létt með Víking R. í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni.

Ragnar Leósson kom Skagamönnum yfir á sjöundu mínútur og var staðan 1-0 í hálfleik, ÍA í vil.

Þegar stundarfjórðungur var eftir breytti Stefán Teitur Þórðarson stöðunni í 2-0 og þá gerði Hilmar Halldórsson algjörlega út um leikinn þegar fimm mínútur voru eftir.

ÍA hefur lokið leik í Lengjubikarnum og er sem stendur í öðru sæti riðils síns, þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals. Víkingur hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum, hinir hafa tapast.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner