Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. mars 2018 08:35
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd vilja De Vrij - Jói orðaður við þrjú félög
Powerade
Stefan De Vrij varnarmaður Lazio er eftirsóttur.
Stefan De Vrij varnarmaður Lazio er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Marco Silva gæti tekið við Southampton.
Marco Silva gæti tekið við Southampton.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg er orðaður við þrjú félög.
Jóhann Berg er orðaður við þrjú félög.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin sofa aldrei. Hér er slúðurpakki dagsins.



Marco Silva, fyrrum stjóri Watford, kemur til greina sem næsti stjóri Southampton eftir að Mauricio Pellegrino var rekinn í gær. (Mail)

Aðrar fréttir segja að Silva sé að taka við Benfica í heimalandi sínu Portúgal. (Times)

Harry Kane (24) framherji Tottenham hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu. Kane segist sjálfur ætla að vera áfram hjá Tottenham en hann er spenntur fyrir því að skora mörk á nýjum heimavelli félagsins. (Telegraph)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur sagt Real Madrid að hugsa um annan mann en David De Gea í markvarðarleit sinni. Mourinho vill ekki selja De Gea. (Express)

Vonir Liverpool og Manchester United um að fá varnarmanninn Stefan de Vrij (26) frá Lazio eru ennþá til staðar eftir að Inter vildi ekki staðfesta að hann sé á leið til félagsins. De Vrij verður samningslaus í sumar og getur farið frítt þá. (Star)

Chelsea er að skoða Gianluigi Donnarumma (19) markvörð AC Milan ef Thibaut Courtois (25) fer annað. (Talksport)

Juventus óttast að ná ekki að krækja í Emre Can (24) þegar samningur hans hjá Liverpool rennur út í sumar þar sem Bayern Munchen og Real Madrid hafa einnig áhuga á honum. (Express)

Newcastle, Leicester og Southampton hafa öll áhuga á Jóhanni Berg Guðmundssyni (27) kantmanni Burnley og íslenska landsliðsins. (Sun)

Barcelona náði samkomulagi við Atletico Madrid fyrir nokkrum mánuðum um kaup á Antoine Griezmann (26) þar sem Frakkinn vildi ekki framlengja samning sinn við Atletico. (Le10sport.com)

WBA vill að Alan Pardew verði áfram stjóri fram á sumar en þá kemur nýr maður í starfið. (Mirror)

Arsenal er að skoða Masimiliano Allegri þjálfara Juventus. (Star)

Paul Merson, fyrrum framherji Arsenal, vill að Brendan Rodgers stjóri Celtic taki við Arsenal af Arsene Wenger í sumar. (Sky Sports)

Arsenal er tilbúið að selja Hector Bellerin (22) til að fá pening fyrir nýjum leikmönnum. Juventus hefur áhuga á spænska bakverðinum en Arsenal vill fá 50 milljónir punda fyrir hann. (Mail)

Philippe Coutinho (25) vonast til að Neymar (26) komi aftur til Barcelona frá PSG. (Mail)
Athugasemdir
banner