Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. mars 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Parlour vill ekki sjá Arsenal selja Bellerín
Bellerín er 22 ára.
Bellerín er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Íslandsvinurinn Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur sagt að það yrði rangt hjá Arsenal að selja hægri bakvörðinn Hector Bellerín.

Í slúðurpakkanum í morgun var talað um að Arsenal væri tilbúið að selja Spánverjann til að fjármagna kaup á leikmönnum til að endurnýja hópinn.

Bellerín hefur verið orðaður við Juventus og Barcelona en Parlour telur að það yrðu mistök að selja hann.

„Það kæmi mér mikið á óvart ef Arsenal myndi selja Bellerín. Hann er enn ungur leikmaður, hann er að læra og vill læra," segir Parlour.

„Varnarlega þarf hann að bæta sig að mínu mati, en hann getur bætt sig. Hann er ekki að eiga sitt besta tímabil og hann er líklega fyrstur til að viðurkenna það. Ég hef mikið álit á honum."

„Ég myndi ekki taka á móti 50 milljónum punda fyrir hann því það þarf enn að fylla skarð hans í liðinu. Það er ekki auðvelt að finna bakverði á þessum dögum því þeir verða að geta spilað eins og vængmenn."

„Þú verður að geta farið fram völlinn og sýnt góð gæði. Hann er með góðan hraða. Ég myndi ekki selja hann, klárlega ekki," segir Parlour.
Athugasemdir
banner
banner
banner