Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 13. mars 2018 20:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
Pellegrino: Margar ástæður fyrir slæmu gengi liðsins
Mauricio Pellegrino þurfti að taka pokann sinn í gær.
Mauricio Pellegrino þurfti að taka pokann sinn í gær.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino fyrrum stjóri Southampton segir margar ástæður fyrir slæmu gengi liðsins undir hans stjórn.

Pellegrino var rekinn frá Southampton í gær eftir slæman árangur í ensku úrvalsdeildinni.

„Frá upphafi reyndi ég að gera mitt besta á hverjum degi. Sem þjálfari þarftu að taka margar ákvaðarnir, ég reyndi alltaf að gera það sem væri best fyrir klúbbinn að mínu mati. Þetta tímabil hefur verið mjög erfitt og það eru margar ástæður fyrir því. Ég fann að leikmenn liðsins höfðu viðringu fyrir mér, þrátt fyrir að þeir hafi gefist upp í stöðunni 3-0 um helgina að mínu mati, sagði Pellegrino.

Aðstoðaþjálfari Southampton Carlos Compagnucci hefur einnig þurft að taka pokann sinn í kjölfarið. Southampton er nú í þjálfaraleit og segist ætla að ráða í stöðuna sem fyrst.

Southampton hafði einungis unnið einn af síðustu 17 deildarleikjum undir stjórn Pellegrino sem tók við liðinu af Claude Puel síðasta sumar. Liðið er nú einu stigi frá fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni og þurfa að rétta úr kútnum til að halda sér í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner