Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 13. mars 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er sérstaklega stoltur af Árna Vill - „Áttum mörg slagsmálin"
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Til að nefna það þá er það einn sem mér þykir gríðarlega vænt um, bæði sem knattspyrnumann og sem einstakling. Við áttum nú mörg slagsmálin, Árni Vilhjálmsson.
,,Til að nefna það þá er það einn sem mér þykir gríðarlega vænt um, bæði sem knattspyrnumann og sem einstakling. Við áttum nú mörg slagsmálin, Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er gestur í nýjasta þættinum af Návígi í umsjón Skagamannsins Gunnlaugs Jónssonar.

Smelltu hér til að hlusta á Ólaf Kristjánsson í Návígi

Ólafur gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum árið 2010, en liðið var að mestu byggt upp að heimamönnum, leikmönnum sem áttu eftir að verða landsliðsmenn og lykilmenn þar, eins og Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson.

En aðspurður að því hvaða leikmanni hann sé sérstaklega stoltur af, þá kemur nafn Árna Vilhjálmssonar inn í umræðuna.

Árni spilaði ekki hlutverk í Íslandsmeistaraliði Blika en hann kom sterkur inn í síðustu tvö tímabil Ólafs í Kópavoginum. Árni er í dag atvinnumaður í Svíþjóð hjá Jönköpings Södra.

„Á ég að gera upp á milli barnanna minna?" sagði Ólafur léttur. „Það er náttúrulega augljóst að taka þá sem hafa náð lengst eins og Jóhann Berg, Alfreð eða Sverri. En svo eru líka hinir sem þú nefnir ekki, Jökull Elísabetarson, Ingvar Kale, Kári Ársælsson fyrirliði, einn besti fyrirliði sem ég hef unnið með."

„En til að nefna það þá er það einn sem mér þykir gríðarlega vænt um, bæði sem knattspyrnumann og sem einstakling. Við áttum nú mörg slagsmálin, Árni Vilhjálmsson."

„Hann hringir í mig þegar hann var í ákveðnum mótbyr í fyrra þar sem hann er að spila út í Svíþjóð og við spjöllum. Mér þótti vænt um það að fá símtalið."

„Ég svona að ég sé ekki að gera Árna grikk en hann segir 'Ég hefði nú kannski átt að hlusta fyrr og meira en ég hef tileinkað mér margt sem við ræddum.' Það er vitnisburður um það að þó svo að maður upplifi að þegar samtölin eigi sér stað að ekki allt síist inn, þá er vitneskja um það eftir á að það síaðist eitthvað inn."

„Ég vil ekki gera upp á milli þeirra. Ég er stoltur af því að hafa fengið tækifæri að vinna með skemmtilegum og góðum hóp. Það er ósanngjarnt að gefa einhverjum einum eða tveimur gloríuna."

Sjá einnig:
Var fimmta val hjá Blikum - „Besta stjórn sem ég hef unnið með"



Smelltu hér til að hlusta á Óla Kristjáns í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner