banner
   þri 13. mars 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sjö ár síðan Man Utd vann Arsenal með sína verstu miðju
Byrjunarlið Man Utd í leiknum umrædda.
Byrjunarlið Man Utd í leiknum umrædda.
Mynd: Skjáskot
Það eru sjö ár síðan Manchester United vann 2-0 sigur gegn Arsenal í átta liða úrslitum FA-bikarsins, Sir Alex Ferguson hlýtur að hafa verið sérstaklega ánægður með þennan sigur í ljósi þess hvernig miðja liðsins var skipuð.

Ryan Giggs, Paul Scholes og Antonio Valencia voru hvíldir í leiknum,

Skotinn spilaði með Darren Gibson og John O'Shea á miðri miðjunni með Rafael Da Silva og tvíburabróðir hans Fabio Da Silva á köntunum.

Brasilískur bræðurnir eru bakverðir og O'Shea frekar notaður í vörninni svo aðeins einn leikmaður á miðju United var í sinni náttúrulegu stöðu.

Þessi furðulega uppstilling borgaði sig þegar Fabio skoraði fyrra mark leiksins á 28. mínútu. Wayne Rooney tvöfaldaði svo forystu Manchester United.

Byrjunarlið Man Utd í heild: Van Der Sar, Brown, Smalling, Vidic, Evra, Rafael, Gibson, O'Shea, Fabio, Rooney, Hernandez.

Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Koscielny, Djourou, Gibbs, Diaby, Nasri, Denilson, Wilshere, Arshavin, Rosicky.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner