Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 13. mars 2018 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Svona var hann 2014
Nýr HM búningur Íslands kynntur 15. mars klukkan 15:15
Mynd: Errea/Ýmir
Við teljum niður í nýja landsliðsbúninginn, en nú eru 2 dagar þangað til Errea og KSÍ afhjúpa búninginn sem landslið Íslands mun spila í á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Nýi búningurinn verður kynntur formlega fimmtudaginn 15. mars klukkan 15:15.

Næstu daga ætlar Fótbolti.net, í samstarfi við Errea að rifja upp hvernig gömlu landsliðsbúningarnir litu út, eða allt frá árinu 2002, en þá spilaði landsliðið í fyrsta skipti í búningi frá Errea.

Í dag er komið að búningnum frá árinu 2014 en þá hófst undankeppni EM 2016. Þetta er semsagt búningurinn sem Ísland klæddist þegar liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi.

Leikjahæstir í undankeppni EM 2016
Ari Freyr Skúlason (10)
Birkir Bjarnason (10)
Gylfi Þór Sigurðsson (10)
Kári Árnason (10)
Kolbeinn Sigþórsson (10)
Ragnar Sigurðsson (10)
Aron Einar Gunnarsson (9)
Hannes Þór Halldórsson (9)
Jón Daði Böðvarsson (9)
Birkir Már Sævarsson (8)
Jóhann Berg Guðmundsson (7)
Emil Hallfreðsson (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner