Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír skrifa undir samning við Fjarðabyggð
Mynd: Fjarðabyggð
Þrír leikmenn eru búnir að skrifa undir tveggja ára samninga við Fjarðabyggð, sem leikur í 2. deildinni.

Tveir eru ungir og efnilegir, þeir Stefán Bjarki Cekic og Hákon Huldar Hákonarson. Sá þriðji, Alexander Freyr Sigurðsson, býr yfir reynslu úr íslensku neðri deildunum þar sem hann á 81 leik að baki fyrir hin ýmsu félög.

Alexander lék tvo leiki fyrir Fjarðabyggð 2011 og hefur síðan þá leikið fyrir Víði, Leikni F, Örninn, Ísbjörninn og nú síðast Stál-úlf.

Stefán Bjarki er 17 ára og Hákon Huldar er 16. Þeir hafa ekki spilað keppnisleik fyrir meistaraflokk, en Stefán er skráður sem leikmaður Austra og Hákon hjá Þrótti Neskaupstað.
Athugasemdir
banner
banner